Góður árangur íslenskra para á WDC keppnum

Um dagana fór fram stórt dansmót í Assen vegum WDC og WDC-AL. Hópur íslenskra para lagði leið sína út til þátttöku í mótinu og stóð sig virkilega vel. Þrjú pör náðu að dansa sig inn í úrslit í sínum keppnum: Alex Gunnarsson og Ekatarina Bond náðu 4. sæti í flokki fullorðinna í Ballroomdönsum. Gylfi Már Hrafnsson og Maria Tinna Hauksdóttir höfnuðu í 4. sæti í fokki ungmenna yngri en 19 ára í Ballroomdönsum.Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir höfnuðu í 5. sæti í flokki ungmenna yngri en 19 ára í suður-amerískum dönsum.
Önnur pör stóðu sig einnig vel og náðu góðum árangri á mótinu: Í yngsta flokknum, flokki barna yngri en 12 ára, náðu Sverrir Þór Ragnarsson og Ágústa Rut Andradóttir í undanúrslit í Ballroomdönsum og Guðjón Erik Óskarsson og Eva Karen Ólafsdóttir í 24 para úrslit. Bæði pörin dönsuðu í 24 para úrslitum í suður-amerískum dönsum.Í flokki unglinga 12-13 ára dönsuðu Aldas Zgirskis og Demi van den Berg í 24 para úrslitum í báðum greinum.Í flokki unglinga 12-15 ára náðu Aron Logi Hrannarsson og Rósa Kristín Hafsteinsdóttir inn í 24 para úrslit s-amerískum dönsum.Í flokki Ungmenna yngri en 19 ára náðu Elvar Kristinn Gapunay og Kayleigh Andrews inn í 24 para úrslit í báðum greinum.Í flokki Ungmenna yngri en 21 árs náðu Gylfi Már og María inn í Undanúrslit og Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir í 24 para úrslit í Ballroomdönsum. Í s-amerískum dönsum komust Kristinn og Lilja einnig í 24 para úrslit.Pétur Fannar Gunnarsson og Polina Oddr kepptu í s-amerískum dönsum í flokki fullorðinna og náðu að dansa inn í 24 para úrslit í þeim flokki. Á Englandi unnu Pétur Gunnarsson og Polina Oddr sér rétt til að keppa í Royal Albert Hall en þau sigruðu The International Championship keppnina á Englandi fyrir ári síðan. Aðeins 24 pör voru valin af 299.
Fjöldi Íslendinga kepptu í Imperial keppninni á Englandi. Í flokki u12 lentu Sverrir Þór Ragnarsson og Ágústa Rut Andradóttir í 14. sæti í latin og 9. sæti í ballroom og Guðjón og Eva enduðu í 25. sæti í latin og 20. sæti í ballroom. Í flokki u16 lentu Aron Logi Hrannarsson og Rósa Kristín Hafsteinsdóttir í 18. sæti í latin, Tristan og Svandís í 23.sæti Aldas Zgirskis og Demi van den Berg í 62. sæti í latin og 46.sæti í ballroom, Fannar Kvaran og Fanný Helga Þórarinsdóttir í 94.sæti í latin og 25. sæti í ballroom. Í flokki u14 lentu Aldas og Demi í 38. sæti í latin og 24. sæti í ballroom.Í flokki fullorðinna latin lentu Pétur Gunnarsson og Polina Oddr í 29.sæti. Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir lentu í 77. sæti en þau komust í í undanúrslit í flokki u21 latin ásamt Elvari Gapunay og Kayleigh Andrews. Í fullorðnum ballroom lentu Alex Freyr og Katja í 7.sæti, Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir í 58. sæti og Daníel og Sóley í 86. sæti. Í u21 Ballroom voru Gylfi og María voru í 27.sæti , Daníel og Sóley í 35. sæti og Elvar og Kayleigh í 47. sæti
DSÍ óskar pörunum innilega til hamingju